0
Hlutir Magn Verð

Um VIVO LIFE

 

 

VIVO LIFE er ungt fyrirtæki með aðsetur nálægt Bristol, Englandi.  Fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á hágæða nátturulegum fæðuaukum unnum úr jurtaríkinu.  

 

Á skömmum tíma hefur VIVO LIFE vaxið og dafnað og er nú þegar eitt af leiðandi fyrirtækjum á sínu sviði í Bretlandi og jafnframt með ótrúlegan vöxt í USA þar sem framleiðsluvara þeirra er seld m.a. í völdum Wholefoods verslunum og öðrum heilsuverslunum sem velja vandlega þá vöru sem þar fer í hillur. 

 

Stofnendur fyrirtækisins eru ungir menn með brennandi áhuga fyrir heilbrigðum og ábyrgum lífstíl og öll framleiðsluvaran byggð á þeirri hugmyndafræði að vera algjörlega náttúruleg og að fullu unnin úr jurtaríkinu,  Organic og Vegan vottuð vara án allra aukaefna.  

 

En síðast en ekki síst þá er framleiðsluvaran valin með virkni og áreiðanleika í huga enda notuð af íþróttafólki og öllum þeim sem aðhyllast næringarríka og holla fæðuauka sem hluta af sínum lífstíl. 

 

VIVO LIFE varan er í endurvinnanlegum og umhverfisvænum umbúðum sem eru fyrirferðarlitlar og því hentugar í flutningi og lágmarka þar að leiðandi flutningstengda mengun en framleiðsla VIVO LIFE fer öll fram í Bretlandi. 

 

VIVO LIFE hugmyndafræðin byggir jafnframt á að fræða viðskiptavininn um allt sem tengist heilbrigðum lífstíl með því að birta fróðlegar greinar á síðu sinni www.vivolife.co.uk en jafnframt munu valdar greinar verða þýddar og endursagðar til birtingar á  www.yogi.is 

 

Náin samvinna hefur verið með stofnendum VIVO LIFE og stofnanda YOGI.IS frá fyrsta degi sem skilar sér til islenskra viðskiptavina í upplýsingaflæði og betri verðum.  

 

YOGI.IS er einkasöluaðili VIVO LIFE á Íslandi.  

 

 

Verið velkomin í VIVO LIFE og YOGI.IS hópinn    Þín velsæld - Okkar ástríða