* Magnafsláttur af öllum Vivo Life vörum, Matcha, hunangi og húðvörum .: 2stk. 5% afsl., 3stk. 10% afsl. 4+ stk. 15% afsl. og þú blandar vörum að vild til að öðlast afslátt.
Um Aromandise MATCHA .:
MATCHA er búið til úr fersku hágæða grænu te sem kallast Gyokuru.
Teblöðin eru meðhöndluð með gufu, síðan þurrkuð og mulin í steinmyllu þannig að engin næring úr teblöðunum fer til spillis.
MATCHA er stútfullt af andoxunarefnum, minnkar þreytu, eykur orku og jafnframt talið auka grunnbrennslu líkamans um allt að 20%
Örlítið koffein er í MATCHA sem gefur smá orkuskot sem er þó dempað af L-Theanine amminosýru sem Matcha er ríkt af ásamt fleiri amminosýrum.
MATCHA er til í mörgum gæðaflokkum sem byggir m.a. á staðsetningu, loftslagi og aðferðum við ræktun og frágang.
Hlíðar Uji héraðs í Japan þykir henta einstaklega vel til te ræktunar þar sem er frjór jarðvegur, hreint vatn og hentugt loftslag.
Lífrænt Aromandise MATCHA kemur af ökrum mjög virtra framleiðanda í Uji héraði í Japan þar sem lögð er áhersla á 100% lífræna ræktun og viðurkenndar aðferðir þar sem plönturnar eru í skugga síðustu 3 vikur fyrir uppskeru sem stuðlar að hámarks amminosýrumagni í teblöðunum m.a. af L-Théanine.
lmennt er talað um 1, 2 og 3 uppskeru.
Aromandise Premium Ceremonial Grade MATCHA er úr fyrstu uppskeru (1st harvest ) . Fyrsta uppskera skilar að öllu jöfnu hæstu gæðum og nefnd sem Preminum Ceremonial Grade.
Aðrar Aromandise Matcha afurðir koma úr annari uppskeru ( 2nd harvest ) sem gefur þeirri fyrstu lítið eftir og fullnægir öllum kröfum um hreinleika og gæði enda kemur mest selda Aromondise Matchað úr annari uppskeru sem er á frábæru verði miðað við gæði. Bragðmunur er á fyrstu og annari uppskeru og margir kjósa frekar afurðir úr annari uppskeru í þau not sem hentar þeim.
Þriðja uppskera er almennt ódýrara en alls ekki slæmt MATCHA sem gjarnan er notað í eldhús osfrv. og jafnframt af framleiðendum sem leggja eingöngu áherslu á lágt verð.
Aromandise notar eingöngu teblöð / Matcha úr fyrstu og annari uppskeru.
Um AROMANDISE .:
Aromandise er franskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í lífrænum afurðum. Aromandise er langstærsti seljandi á Matcha í heilsuverslarnir og markaði sem sérhæfa sig í lífrænum afurðum í Frakklandi og víða um Evrópu.
Samstarf Aromandise við sömu framleiðendur í Uji, Japan hefur verið óbreytt í yfir 20 ár.
Aromandise og Gott Líf sf / Yogi.is hafa nú tekið höndum saman um dreifingu vöru Aromandise á íslandi. Lögð er áhersla á góða vöru og sanngjarnt vöruverð.