Rope Yoga / Gló Motion æfingarnar þróaðar af Guðna Gunnarssyni hafa fyrir löngu sannað ágæti sitt sem frábærar alhliða æfingar byggðar á yoga fræðunum þar sem lögð er áhersla á rétta líkamsstöðu út frá kvið , djúpa öndun , kyrrð og núvitund.
Rope Yoga æfingar styrkja og móta allan líkamann með sérstaka áherslu á kvið, mjaðmir, læri, axlir og handleggi.
Þar sem Rope Yoga líkamsæfingarnar eru framkvæmdar mjög rólega fer saman upphitun og styrking, byrjað á æfingum með áherslu á efri hluta líkamans og síðan seinni hluti æfingakerfis fyrir fótleggi ( eða eftir vali hvers og eins ) Að æfingum loknum er gott að framkvæma valdar teygjuæfingar á dýnu með aðstoð Rope Yoga bandanna.
Fyrir þá sem aðhyllast og þekkja jógafræðin er mjög gott af hefja æfingu með skönnun líkamans eða hugleiðslu og enda æfingu með slökun / hugleiðslu í nokkrar mínútur.
Mikilvægt að huga að réttri öndun samhliða æfingum.
Ath. að mikilvægt er að nota góða þykka dýnu við æfingarnar eða þynnri dýnu á mjúku undirlagi.
Lengd æfingakerfis er í raun undir hverjum og einum komið en tilvalið að gera valdar grunnæfingar á 10-15 mínútum en eðlilegt ef farið er yfir allt ferlið að 30-50 mínútur sé nær lagi.