0
Hlutir Magn Verð

"Rope Yoga bandasett m/ 13mm TRX dýnu " hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Rope Yoga bandasett m/ 13mm TRX dýnu

14.990kr
Uppselt

Rope Yoga bandasett með TRX dýnu 13 mm x 0.60m x 1.20 m +  DVD og æfingaleiðbeiningar á blaði 

TRX dýnan er því miður uppseld eins og er en væntanleg fljótlega í april.  Erum að skoða með aðra valkosti en mikilvægt er að hafa þykka og hæfilega mjúka dýnu.  Þynnri dýnur eru fínar ef undirlag er mjúkt samanber teppi.   Eigum úrval af fráfærum jógadýnum frá Liforme,  Yogo og Kulae.   

Rope Yoga / Gló Motion æfingarnar þróaðar af Guðna Gunnarssyni hafa fyrir löngu sannað ágæti sitt sem frábærar alhliða æfingar byggðar á yoga fræðunum þar sem lögð er áhersla á rétta líkamsstöðu út frá kvið , djúpa öndun , kyrrð og núvitund.     

Rope Yoga æfingar styrkja og móta allan líkamann með sérstaka áherslu á kvið,  mjaðmir, læri, axlir og handleggi.   

Þar sem Rope Yoga líkamsæfingarnar eru framkvæmdar mjög rólega fer saman upphitun og styrking, byrjað á æfingum með áherslu á efri hluta líkamans og síðan seinni hluti æfingakerfis fyrir fótleggi  ( eða eftir vali hvers og eins )   Að æfingum loknum er gott að framkvæma valdar teygjuæfingar á dýnu með aðstoð Rope Yoga bandanna.   

Mikilvægt að huga að réttri öndun samhliða æfingum.    

Fyrir þá sem aðhyllast og þekkja jógafræðin er mjög gott af hefja æfingu með skönnun líkamans eða hugleiðslu og enda æfingu með slökun / hugleiðslu í nokkrar mínútur.      

Lengd æfingakerfis er í raun undir hverjum og einum komið en tilvalið að gera valdar grunnæfingar á 10-15 mínútum en eðlilegt ef farið er yfir allt ferlið að 30-50 mínútur sé nær lagi.