0
Hlutir Magn Verð

Protein úr jurta eða dýraríkinu, skiptir það máli ?

Protein úr jurta eða dýraríkinu, skiptir það máli ? 

 

Það hefur verið algengur misskilingur að protein unnið úr dýraafurðum eins og kjúklingum,  fisk,  eggjum og mjólk séu “æðri” plöntu proteinum. 

 

Það er einfaldlega ekki rétt og hér er ástæðan.:

 

Hér áður fyrr var plöntu protein almennt talið síðra en protein úr dýraafurðum þar sem vöntun væri á nauðsynlegum amminosýrum í plöntu proteini. 

 

Svarið við því er einfaldlega að blanda saman mismunandi plöntu proteinum í gegnum daginn og þannig getum við auðveldlega fengið allar þær amminosýrur sem líkaminn þarfnast. 

 

Þetta er nákvæmlega sömu amminosýrur og finnast í dýraafurðum.   Það er ekkert “töfra” eitthvað í proteinum unnum úr dýraafurðum sem finnst ekki í plöntu proteini.   

 

Þar að auki eru fullt af plöntu proteinum sem innihalda allar þær amminosýrur sem við þurfum til að byggja og viðhalda vöðvamassa.  

 

Þar á meðal er hemp,  quinoa,  tofu,  tempeh og vissulega VIVO LIFE PERFORM plöntu proteinblandan.  

 

Allt protein er brotið niður í amminosýrur hvort sem það kemur úr ávöxtum, grænmeti eða dýraafurðum, líkaminn notar þær á alveg sama hátt. 

 

VÍSINDIN .:

 

Á liðnu ári 2017 voru birtar niðurstöður í the American Journal of Clinical Nutrition þar sem borinn var saman yfir 3ja ár tímabil vöðvamassi,  styrkur og beinþéttni í yfir 3000 þáttakendum á aldrinum 17 til 72 ára.    

 

Niðurstaðan var að almennt fylgdi aukinni proteinnotkun bætt ástand vöðva en hvort proteinið kæmi úr jurta eða dýraríkinu breytti þar engu um.  

 

Hins vegar - og hér kemur mikilvægt atriði - þá kom í ljós að plöntu protein var almennt léttara í meltingu og færri fylgikvillar en í proteini unnu úr dýraafurðum.  Þeir þátttakendur sem notuðu plöntu protein minnkuðu áhættu á krabbameini, hjartasjúkdómum og stuðluðu að almennu langlífi. 

 

Það er einfaldlega vegna þess að með plöntu proteini fylgja allir kostir en engir gallar sem geta fylgt með proteini unnu úr dýraafurðum.  

 

Tökum skammt af protein ríkum hamp fræjum í samanburði við steik.  Steikin er proteinrík en henni fylgir einnig kolestról og mettuð fita svo ekki sé minnst á hormóna og antibiotics sem gjarnan er notað í kjötframleiðslu.  

Kjöt eykur einnig álag á meltingu þar sem líkaminn þarf að leggja mikið á sig til að brjóta niður kjöttrefjar.  Það er ástæðan fyrir að margir upplifa sig þunga og uppþembda eftir að hafa borðað mikið kjöt. 

 

Berum það saman við hamp fræ sem koma hlaðin af nauðsynlegum fitusýrum, trefjum, járni, calcium og magnesium.   Allt saman auðvelt í meltingu þannig að orka líkama þíns nýtist til annara hluta.    

 

Hamp fræ þurfa líka minna landsvæði til ræktunar,  minna vatn og hafa minni kolefnis og umhverfisáhrif. 

 

Hamp fræ eru eingöngu dæmi um hundruð proteinríkra plantna sem hægt er að nýta. 

 

í VIVO LIFE PERFORM eru valin plöntuprotein m.a með tilliti til amminosýrusamsetningar auk þess að innhalda blöndu “ofurfæðu” , meltingarensím, steinefni og fleira.  

 

Upplýsingar unnar af VIVO LIFE OG YOGI.IS  www.yogi.is  Þín velsæld - Okkar ástríða

 

Nýjustu blogfærslurnar