0
Hlutir Magn Verð

Yogi - Megan Rae

Sagan af Megan Rae - YOGO og  YOGI.IS  

 

 

Megan Rae er ung og aðlaðandi stúlka sem býr í Pensacola,  Florida.  Megan er jógakennari,  model,  lífstílsbloggari og jafnframt forsíðumodel ferðajógadýnu framleiðandans YOGO sem er með aðsetur í San Francisco.   

 

YOGI.IS er söluaðili YOGO á Íslandi og skemmst frá því að segja að Megan Rae bárust skilaboð um notkun á mynd af henni á forsíðu YOGI.IS sem varð til þess að Megan setti sig í samband við YOGI.IS með fyrirspurn um myndbirtingarétt. 

 

Að sjálfsögðu hafði verið hugsað fyrir slíku og málið leystist farsællega án tafar.  

 

Hófust þá kynni Megan Rae og eiganda YOGI.IS

 

Megan reyndist vera hálf islensk og við nánari skoðun voru ýmiss tengsl.   Megan kynntist og elskaði hund sem hét Harrý og var í eigu islenskra vina á Íslandi og að sjálfsögðu í okkar litla heimi var hundurinn Harrý mikill vinur Bellu varðhundsins í YOGI.IS.   Harrý dó því miður á liðnu ári og er sárt saknað. 

 

Skilaboðin í sögunni eru hvað heimurinn er í raun lítill,  algjörlega óskyldur aðili í US - 350 milljóna landi velur model úr sama landi sem reynist fyrir tilviljun eiga rætur til íslands og fyrir tilviljun þekkja vel til sama fólks og sama hunds á Íslandi ásamt því að hafa hist í sumarhúsi þessara sameiginlegu vina.  

 

Það þekkja eflaust margir álíka sögur en það skemmtilega er að úr varð að blogg Megan mun birtast á YOGI.IS og þar fáum við að sjá inní hugarheim og daglegt líf jóga kennara sem býr og kennir jóga í Pensacola, Florida milli þess sem hún ver tíma á ströndinni eða sinnir öðrum áhugamálum.     

 
http://meganraeoflight.com
 
 
 
 
 
 
 

 

Nýjustu blogfærslurnar