0
Hlutir Magn Verð

Eiginleikar góðrar ferða-jógadýnu

Eiginleikar góðrar ferða-jógadýnu 

 

 

Þegar kemur að því að ferðast með jógadýnu þarf að hafa nokkur atriði í huga.  

 

Dýnan þarf að vera fyrirferðalítil og pakkast vel,  auðvelt að hreinsa og að sjálfsögðu þarf dýnan að vera góð til notkunar í jóga,  styrktar,  teygju og slökunaræfingar sem hægt er að framkvæma á ferðalögum, sumarhúsinu eða bara heima.  

 

Hér eru nokkur atriði sem gera YOGO ferða-jógadýnuna svo frábæra að hún hefur fengið fjölmargar viðurkenningar m.a. “Gear of the Year” og “Top Sticky Mat” hjá fagtímaritinu Yoga Journal ásamt því að hafa fengið mjög jákvæðar umfjallanir hjá fjölda blaða, tímarita og netmiðla.  

 

Meðfærileg  

 

YOGO dýnurnar eru þunnar eins og jógahandklæði en jafnframt stamar og veita góða einangrun.    Það sem er svo frábært er að dýna með þessa eiginlega rúllast upp eins og dagblað og er vart fyrirferðarmeiri en vatnsflaska.  

Ásaumaðar smellur sjá til þess að dýnan helst upprúlluð.   

 

Auðvelt að þrífa  

 

Ef þú ert á margra daga ferðalagi er ekki gott að þurfa að pakka rakri jógadýnu eftir notkun.   YOGO dýnan er úr efni sem þolir vel að skolað sé af henni í sturtunni og síðan hægt að notast við ásaumuðu hankana til að hengja upp þannig hún sé þurr á skömmum tíma.  Það hjálpar jafnframt að ólíkt flestum jógadýnum sem rúllast upp þá er YOGO dýnan brotin þannig saman að botninn snertir ekki yfirborðið.  

 

Viðvarandi gæði. 

 

Við val á góðri jógadýnu viljum við efni sem endist en er jafnframt náttúrulegt.  Það getur verið vandratað þar sem náttúrulegar dýnur eru oft sleipar,  þungar og endast gjarnan illa.  

Eftir langa mæðu fundum við gúmí blöndu sem er 80% hrágúmí ásamt bómull þannig yfirborðið er stamt og síðan blandað svampi sem veitir mýkt.  

YOGO dýnurnar eru unnar úr náttúrulegu hrágúmí sem er framleitt á plantekrum í Asíu sem gerir þær mun umhverfisvænni en hefðbundnar jógadýnur.  

Þar að auki skilum við hjá YOGO aftur með því að kosta fyrir hverja selda dýnu plöntun á einu ávaxtatré  “ Food Trees program “ á fátækum svæðum Afríku.  

 

Umhverfisvænt 

 

Frá upphafi vildum við byggja náttúrulegt og umhverfisvænt fyrirtæki sem ekki aðeins framleiðir græna vöru en fer skrefinu lengra og hefur góð þjóðfélagsleg áhrif.  Þess vegna erum við svo ánægð með að halda úti “Food Trees program” auk þess að styrkja reglulega góð málefni.   

Við teljum að láta gott af sér leiða sé mikilvægt atriði þegar kemur að framleiðslu og vali á jógadýnu. 

 

YOGO - YOGI.IS    Þín velsæld - Okkar ástríða 

 

 

Nýjustu blogfærslurnar