0
Hlutir Magn Verð

Við og Jörðin okkar

Við og Jörðin okkar     ath. smella á mynd til að sjá í fullri stærð

“Jörðin tilheyrir ekki okkur,  við tilheyrum jörðinni.  Tökum aðeins með okkur minningar, skiljum einungis eftir fótspor. “ - Chief Seattle.  

Sjáðu fyrir þér lítið laufblað falla af tréi að hausti.   Það fellur með auðmýkt og veit að það verður aftur að jörð þaðan sem það kom.   Horfðu á laufblaðið og jörðina þar sem það liggur og auðvelt er að sjá laufblaðið og jörðina sem tvo aðskylda hluti.  

En ef þú horfir nógu lengi á laufblaðið þá sérðu það smá saman samlagast jörðinni þar sem það liggur.  Að nokkrum tíma liðnum þá sérðu það ekki lengur en veist að það hefur sameinast og er aftur hluti af jörðinni. 

Alveg eins og skynsama laufblaðið veit að það verður aftur að mold,  veit vitri maðurinn að hann hverfur aftur til jarðar.  

Þess vegna gengur hann um jörðina fullur af virðingu og alúð eins og milljónir hafa gert á undan honum og veit að þegar allt kemur til alls erum við öll eins og sameinumst að lokum. 

Líf okkar hér á jörðinni er stutt – verum góð við hvort annað 

Vivo Life  / Yogi.is   Þín velsæld – Okkar ástríða

 

Nýjustu blogfærslurnar