0
Hlutir Magn Verð

Hugsaðu jákvætt

Hugsaðu jákvætt                    

Í raun er það þannig að við getum mótað okkar tilvist með hugsunum og viðhorfi til hlutanna.  Jákvæð hugsun og jákvætt viðhorf er augljóslega á allan hátt æskilegra og skemmtilegra en neikvæð hugsun og neikvætt viðhorf. 

Ímyndaðu þér tvær manneskjur sem búa við svipaðar aðstæður.   Önnur er frekar neikvæð en hin full af jákvæðni. 

Sú neikvæða urrar gjarnan á vekjaraklukkuna þegar hún hringir á meðan sú jákvæða vaknar og gleðst yfir nýjum degi og þeim tækifærum sem hann hefur í för með sér.   

Sú neikvæða horfir í spegilinn og sér allar hrukkur og vankanta meðan sú jákvæða sér einungis fegurð og er full af þakklæti þrátt fyrir hrukkur og slæman hárdag.  

Sú neikvæða sest við morgunverðarborðið og slöfrar í sig morgunmat meðan hún skoðar samskiptasíður og ber sig saman við allar ýktu myndirnar af “glæsilegu” fólki og dæsir yfir baðstrandar og skíðamyndum. 

Sú jákvæða borðar rólega og nýtur morgunmatsins án utanaðkomandi truflunar,  hlustar ef til vill á létta músik eða umræður og les leiðara Morgunblaðsins í rólegheitum  - allt án meltingartruflana ! 

Sú jákvæða dansar í rigningunni á leiðinni í vinnuna meðan hin kemur bölvandi rennblaut á áfangastað.  

Semsagt tvö svipuð líf en tvö ólík viðhorf og upplifun.  

Þú hefur alla möguleika á að hafa áhrif á hvernig líf þitt er – af hverju ekki fylla það af jákvæðni og gera það skemmtilegt,  þrátt fyrir smá rigningu af og til búum við jú í einu besta landi í heimi og höfum óteljandi tækifæri til góðs lífs  smiley

Vivo Life / Yogi.is.   Þín velsæld - Okkar ástríða    

 

 

 

Nýjustu blogfærslurnar