0
Hlutir Magn Verð

Yogi - Útlit

 

AYURVEDA / Doshas - skýring  

 

 

AYURVEDA heilsu og lífstílsfræðin eru byggð á 5000 ára þekkingarþróun í Himalaya fjöllunum þar sem notast er við jurtir sem eru ríkar af vítamínum, andoxunarefnum, nauðsynlegum fitusýrum og styrkjandi plöntuefnum. 

 

AYURVEDA fræðin skilgreina og flokka fólk eftir andlegu og líkamlegu atgervi kallað "doshas" og heita þær VATA, PITTA OG KAPHA.  Þessar "doshur"  lýsa öllu sem viðkemur okkur allt frá líkamsbyggingu og til þess sem einkennir okkur sem manneskjur auk ástands og einkenni húðar.  

 

URBAN VEDA línurnar hafa verið þróaðar með hliðsjón af AYURVEDA fræðunum með því markmiði að endurspegla þarfir þessara þriggja mismunandi "dosha"  og viðhalda jafnvægi og heilbrigði húðarinnar.  

 

 

VATA .:   í Ayurveda fræðunum er "Vata" tengt lofti og ether

Þeir einstaklingar sem falla helst undir "Vata" greiningu eru gjarnan grannir , skapandi , fullir af lífsgleði , orku og hreyfanleika.  Ef þeirra "dosha" er ekki í jafnvægi má gera ráð fyrir þurri og líflausri húð sem skortir teygjanleika.   "Vata" húð þarf góðan raka.  

 

Mælt er með URBAN VEDA - Radiance  (Turmeric + Botanics) fyrir þurra húð.

 

 

PITTA .:   í Ayurveda fræðunum er  "Pitta" tengt eldi. 

Einkenni " Pitta"  einstaklinga er oft miðlungs líkamsbygging , framsækni , hraði í ákvarðandatöku og miklar gáfur.  "Pitta" einstaklingar geta verið skapbráðir þegar þeir eru ekki í jafnvægi og húðin getur verið viðkvæm , útbrota og roðasækin.  "Pitta" húð þolir oft illa sól og þarf kælingu. 

 

Mælt með URBAN VEDA - Soothing ( Sandalwood + Botanics ) fyrir viðkvæma húð

 

 

KAPHA .:  í Ayurveda fræðunum er "Kapha" tengt jörð og vatni. 

Í jafnvægi eru " Kapha" einstaklingar traustir , staðfastir , rólegir og friðsamir.  Í ójafnvægi geta þeir verið hægir og orkulausir og oft feitlagnir.  Húð þeirra hefur tilhneigingu til að fitna.   "Kapha" húð þarf oft mikla hreinsun og góða umhirðu. 

 

Mælt er með URBAN VEDA - Purifying ( Neem + Botanics ) fyrir feita og óhreina húð. 

 

 

TRI-DOSIC .:   Er í raun einstaklingar sem hægt er að skilgreina sem blöndu þessara þriggja "Dosha" 

Flestir einstaklingar eru blanda 2-3  "Dosha" en eitt  "Dosha" þó jafnan ríkjandi.   

 

Mælt er með URBAN VEDA - Reviving ( Rose + Botanics ) fyrir þurra - þroskaða húð.

 

 

Upplýsingar unnar af URBAN VEDA og YOGI.IS  www.yogi.is.  Þín velsæld - Okkar ástríða

 

 

 

 

 

 

 

Nýjustu blogfærslurnar