Yogi - Hugur
30 atriði sem gera þig að enn betri manneskju !
1) Segðu “ algjörlega já eða nei “
Regla númer eitt þegar þú stendur frammi fyrir ákvörðun þá á hún annaðhvort að svarast með “engin spurning já” eða hreint nei. Kveikir ákvörðunin í þér og í hjarta þínu ertu sammála ? Þá er svarið augljóst já , ef ekki þá nei. ! Það að segja nei við fleiri hlutum gerir þér kleyft að halda athygli á þeim hlutum sem höfða til þín. Segðu nei oftar til að geta sagt “algjörlega já” þegar það skiptir máli.
2) Vertu traust/ur
Sýndu sjálfstraust , vertu frumleg/ur , mikilvægt að líða vel í eigin skinni. Spilaðu eftir þínum reglum og og hættu að þóknast öllum öðrum. Þekktu sjálfan þig. Ef þú gerir það ekki gerðu þér þá far um að kynnast þér. Alltaf , án allra afsakana vertu þú sjálf/ur
3) Sýndu naumhyggju
Losaðu þig við allt sem þú þarfnast ekki og það á öllum sviðum. Hættu að safna hlutum og safnaðu frekar minningum. Gefðu til Rauða Krossins þann fatnað sem þú notar ekki , þær bækur sem þú lest ekki og CD sem þú hlustar ekki á. Losaðu. Hlutir gera þig ekki hamingjusama/n ; gott fólk , áhugaverðir staðir og jákvæð upplifun gerir það hins vegar.
4) Veldu þína vini
Þú þarft ekki hundruð vina , bara nokkra góða vini , þeir sem kæmu til þín kl 3 að nóttu ef þú þyrftir á þeim að halda.
5) Gerðu eitthvað á hverjum degi sem ögrar þér
Taktu áhættu, sæktu eftir ævintýrum , vexti og þroska.
6 ) Sýndu vinnusemi
Dugnaður skilar meiri árangri en hæfni , sérstaklega þegar sá einstaklingur sem hefur hæfleika er ekki vinnusamur.
7 ) Aldrei að ýta á “snooze” takkann.
Það leggur línurnar fyrir allt sem þú aðhefst þann daginn. Farðu á fætur , farðu út og láttu hendur standa fram úr ermum.
8) Vertu hugrökk/hugrakkur
Ef þú ert það ekki , láttu bara eins og svo sé , enginn sér muninn. 9) Hættu að horfa á símann
Líttu upp , það er heill heimur þarna úti.
10) Drekktu herbal te
Það er mjög heilsusamlegt auk þess að vera ódýrara en kaffi.
11) Hrósaðu
Brostu til fólks. Nefndu fólk með nafni. Horfðu í augu fólks. Bryddaðu uppá samræðum , sérhverjar samræður hafa möguleika á að bæta líf fólks þann daginn.
12) Bættu þig á hverjum degi.
Japanir kalla það “kaizen” sú viðleitni að bæta sig stanslaust. Lestu bækur, farðu á æfingu, lærðu nýtt gítargrip. Skiptir ekki máli hvað breytingin er lítil , hafðu það ávallt að markmiði að vakna enn betri á morgun.
13 ) Treystu innsæi þínu
Alltaf
14) Farðu út
Gerðu þér far um að fá allavega 15 mínútur af útiveru og sólarbirtu á hverjum degi. Taktu gott D-vítamín ef það reynist ekki mögulegt.
15) Taktu af skarið.
“Komdu jafnvægi á hugsanir þínar með athafnasemi. Ef þú hugsar of mikið um einhvern hlut þá kemurðu honum aldrei í verk”. - Bruce Lee
Áætlanir sem ganga ekki eftir eru einungis hugmyndir og hugmyndir án framkvæmdar eru einungis hugsanir. Það er enginn skortur á góðum hugmyndum á þessari jörð. En það er hins vegar skortur á þeim sem ganga í málin . Hættu að bíða eftir að tíminn sé réttur og taktu af skarið.
16) Hættu að skoða endalaust samfélagsmiðla
Mesta tímaeyðslan á 21stu öldinni er of mikil notkun net-samfélagsmiðla. Það hefur enginn orðið ríkari , hamingjusamari eða náð meiri árangri með því að horfa endalaust á hvað hinir eru að gera, lifðu þínu lífi.
17) Segðu “viltu gjöra svo vel” og “takk fyrir” Þetta var ekki svo erfitt er það ?
18) Vertu sjálfselsk/ur
Stundum þarftu einfaldlega að forgangsraða þér í hag. Þú getur ekki sagt já við alla sem spyrja.
Þetta getur verið erfitt í framkvæmd en það að vera sjálfselsk/ur á einhverjum tímapunkti gerir þig ekki endilega að sjálfselskri manneskju.
Það má halda því fram að því meiri tíma sem þú gefur þér sjálfri/um, þess meiri orku hefur þú til að sinna þeim sem þurfa á því að halda og skipta þig máli.
Hugsaðu um þig eins og stóran vatnsbrúsa . Þú getur ekki endalaust fyllt í glös hjá öðrum ef þú fyllir ekki reglulega á brúsann.
19) Hlustaðu á líkamann
Hann vill vera heilbrigður, kynþokkafullur og sterkur. Það er þitt að veita honum það.
20) Vertu jákvæð/ur
Góð orka er smitandi. Dreifðu jákvæðni, góðvild, tillitssemi, samúð og lífsorku.
21) Borðaðu meira af plöntum
Byrjaðu byltingu á disknum þínum. Borðaðu meira af grænmetisréttum til að bæta heilsuna, vernda jörðina og minnka óþarfa þjáningu dýra.
22) Sýndu þakklæti
Það er svo mikið að vera þakklátur fyrir á hverjum degi. Þú þarft einungis að opna augun og skynja það.
23 ) Lestu
Það skiptir ekki máli hvort það er skáldsaga, samtímasaga, tímarit eða sjálfsævisaga. Náðu þér í bók og lestu.
24) Gangtu 10.000 skref á dag
Notastu við skrefamæli til að þú verðir ekki rugluð/aður af að telja.
25) Lifðu í núinu
Róaðu hugann. Njóttu augnabliksins.
26) Settu svefn í forgang
Ef þú nærð ekki að jafnaði 8 klukkustunda svefni , lagaðu það þá. Góður svefn er einn mikilvægasti þátturinn til að viðhalda góðri heilsu og orku til daglegra athafna.
27) Þéttu handtakið
Það er fátt verra en “aumt” handtak við fyrstu kynni.
28) Eltu draumana
Lífið er of stutt til að vera of fórnfús og óhamingjusöm/samur
29) Stundaðu ferðalög
"Eitt með öllu" hotel teljast ekki með. Víkkaðu sjóndeildarhringinn.
30) Hættu að sækjast eftir samþykki á netinu
“Likes” á netinu eru smámunir miðað við alvöru faðmlag.
VIVO LIFE OG YOGI.IS www.yogi.is Þín velsæld - Okkar ástríða